Áskoranir lífsins

Nú er konan enn einu sinni að stíga all óþyrmilega út fyrir þægindahringinn sinn, enda er þessi hringur orðinn ansi máður á köflum, þar sem konunni finnst nauðsynlegt að ögra sjálfri sér á ýmsan hátt.

 

Konan skráði sig á námskeið sem væri í rauninni ekki í frásögur færandi nema fyrir það að það er haldið í Minneapolis í Ameríkunni. Konan fer aaaalein og verður þannig að standa gjörsamlega á eigin fótum og verður það í fyrsta skiptið á ævi konunnar sem hún fer ein til útlanda.

Það hlýtur að teljast til tíðinda að konan er ekki undirlögð af kvíða, jú jú það eru fiðrildi (ekki orðin að drápsgeitungum)í maga konunnar, hún vaknar svona upp úr fimm, sem er eiginlega eina merkið um að konan sé eitthvað kvíðin.

En konan hefur ferðast víða og er ferðavön, en alltaf hefur hennar betri helmingur séð um málin og konan hefur látið eftir sér þann lúxus að þurfa ekki að sjá um neitt. 

Svo er töluverð hætta falin í því að ef að þessi ferð gengur vel þá fylgi fleiri í kjölfarið, því að það er svo margt hægt að læra um allan heim. Nú hefur konan ofmetnast og lætur staðar numið og flýgur á vit ævintýranna (og kemur kannski aftur heim, nema hún týnist í Mall of America)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband