Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016

Hrós........

Stundum langar konuna til þess að fá hrós.. ekki það að hún fái ekki hrós og mikið af því,en stundum vill hún fá hrós frá ákveðnum aðilum sem virðast ekki geta gefið hrós eða vilja það ekki. Konan hefur alist upp við, eins og flestir íslendingar, að hrós sé hættulegt og alltof oft gefið og fólk verði montið af því að fá hrós og eigi það ekki skilið. Síðan er auðvitað eitt hvernig hrósinu er tekið, það er algengast að fólk geri lítið úr því og telji að hrósið sé aumingjagæska og að það eigi það ekki skilið. Konan er looooksins búin að læra að segja takk fyrir, þetta er fallega sagt og leyfa því að ylja hjartanu og auka sjálfsálitið (það má).  Því að þegar það er verið gera lítið úr þeim sem gefur hrósið og gefið í skyn að þeir viti nú bara ekkert í sinn haus.

Konan hrósar fólki þegar hún finnst að þeir verðskuldi það, hvort sem það sé þegar þau standa sig vel eða þau þurfa nú ekki vera meiri en að hrósa einhverjum fyrir það hversu fallegri peysu (konan er reyndar með lopapeysublæti) einstaklingurinn er í, svona hrós tekur ekkert frá konunni en viðtakandinn gæti orðið oggulítið glaðari og aukið birtuna í deginum hjá honum.

Konan hefur í lengri tíma meðvitað hrósað fólki því að hún hefur tekið eftir einhverjum jákvæðum eiginleikum í fari þeirra, konan hrósar ekki bara fyrir eitthvað s.s. vá rosalega heldur þú fallega á gafflinum þínum (nema þú eigir í einhverjum sérstökum erfiðleikum við það) eða rosalega smjattar þú dásamlega....(alls ekki þar sem konan fær hrukkur á heilann þegar hún heyrir smjatt).

Hrós skiptir máli, það gefur smá yl í hjartað og þaggar aðeins niður í púkanum á öxlinni ásamt því að viðtakanda gæti dottið í að láta það ganga (pay it forward) þannig að allir græða

Hrósum meira..........en bara ef við meinum það.


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband