Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Litla gula hænan......................

Nú er konan komin heim eftir gott frí þar sem slakað var á í sólinni, etið og drukkið og notið góðs félagsskapar.

Og þegar heim er komið skoðar konan stöðu sína og hvað skuli gera næstu mánuði.

Konan fyllist bjartsýni með hækkandi sól og er svo viss um að allt gangi öllum, þeim sem  sem vilja vinna að því að bæta geðheilsu sína og hvers annars, í haginn með aukinni þátttöku í Batasetri Suðurlands, því að hópurinn sem er þar fyrir er svo sterkur og heilsteyptur og hefur svo mikið fram að færa.

Einnig hefur konan fengið svo mikla viðurkenningu á starfi Bataseturs frá svo mörgum félagasamtökum og einkaaðilum en á aðeins brot af þeirri viðurkenningu því batasetursfólkið á mestan þátt, án þeirra væri Batasetrið ekki til. Jafnframt er það eitt gleðilegasta sem konan gerir er að taka á móti styrkjum frá ýmsum félagasamtökum og einstaklingum sem af örlæti vilja styðja við starfsemina, það kemur ósjaldan út tárunum á konunni og yljar alveg inn að innstu hjartarótum.

Enn finnst konunni hún vera að leika tveimur skjöldum, hún þykist hafa eitthvað fram að færa og geta aðstoðað einstaklinga með geðraskanir en hún nær ekki að stjórna eigin kvíða, hvað er það eiginlega!! Það er líka svo fáránlegt að konan hugsar oft á dag, þegar kvíðinn er mikill, af hverju hættir hún ekki þessu bara! Og um leið og hún sleppir þeirri hugsun þá kemur önnur: En hver gerir það þá? Konunni var líkt við Litlu gulu hænuna að því leyti að hún gerir hlutina frekar en að bíða eftir því að einhver annar geri þetta, kannski er hún bara svona óþolandi stjórnsöm og vill bara fá að ráða þessu öllu en það er samt sem áður mikilvægt að aðrir geti stigið inn í og stutt við konuna í þessari vinnu. En á meðan hænan gerir flesta hluti þá fær hún líka að borða brauðið en vill gjarnan deila því með fleirum. Og á meðan hún fær brauð heldur hún áfram og áfram og áfram.......


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband