Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Að vera mannlegur

Konan hefur átt í smá baráttu við sjálfa sig undanfarið.Gengi konunnar hefur verið gott og henni tekist flest það sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Undanfarinn hálfan mánuð hefur konunni hins vegar fipast flugið með tilheyrandi vanlíðan og sjálfsvorkun. Eftir miklar hugsanaflækjur og vangaveltur er konan á því að þetta hafi verið gott fyrir konuna, hún fékk smá skell en rís sterkari upp, því konan hefur fundið mikinn og sterkan stuðning víðast hvar og veit að hún er að gera góða hluti. Konan varð líka að geta sett sig í spor þeirra sem ollu henni þessari vanlíðan og þau spor voru ansi þung og því hugsar konan til þeirra með mildi og kærleika.

Það er nú einu sinni svo að jafnvel þótt að konan meini vel þá misskilur fólk hana og hún misskilur aðra og stundum verður til einn stór misskilningur! Það er konunni mikið hjartans mál að geta nýtt reynslu sína og menntun til að hjálpa öðrum, sumum finnst hún vera hræsnari, stundum finnst konunni hún vera hræsnari vegna þess að hún er að setja sig upp á háan hest og þykjast geta gert allt á meðan hún skelfur eins og hrísla innra með sér. En kannski liggur styrkur konunnar þar, að geta haldið áfram þrátt fyrir óttann og kvíðan sem fylgir þvi að gera hlutina.

Það er svo auðvelt að dæma, dæma aðra, dæma sjálfan sig en hver segir að það sé endilega það gáfulegt? Tja nema maður sé í hópíþróttum eða glæpamaður og þá er yfirleitt dómarinn búinn að læra eitthvað  í þeim fræðum en er ekki með það markmið að rífa niður og finna að. Ekki einu sinni fá glæpamenn sömu meðferð og fólk beitir sjálft sig því að þeir eiga jú betrunarvist í vændum. En niðurrif og aðfinnslur eru ekki til betrunar.

Konan er dásamlega þakklát fyrir allan stuðninginn og líka fyrir aðfinnslurnar því að þetta gerir konuna sterkari og úr því að hún er ekki lögst á hliðina núna þá eru litlar líkur á að það gerist úr þessu a.m.k í þessari lotu. 


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband