Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

GOTT

Konan fór í vefjagigtarmat hjá Þraut, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að sálfræðingurinn notaði orðin gott sjálfsálit og sjálfsmat í niðurstöðum um geðheilsu konunnar. Að henni vitanlega hafa þessi orð „gott“ og „sjálfsálit“ aldrei staðið saman í skýrslu um konuna. Konan elskar lífið þessa dagana, það kemur allt upp í hendurnar á henni og sjálfsálitið hennar góða segir henni að ekkert sé ómögulegt og þá stekkur gamli púkinn upp og segir: það hlýtur nú að fara að gerast eitthvað slæmt, þetta getur ekki enst svona lengi! EN konan vill ekki hlusta á púkann og nýtur lífsins og hugsar sem svo að allt á sinn tíma, hvað sem gerist gott eða slæmt!

Æði :)

Oft hefur konan tekið að sér starf og verið ánægð með það, en svo hafa komið tímar þar sem konan dauðsér eftir því vegna kvíðans sem hellist yfir hana. Oftar en ekki hefur það haft þau áhrif að konan hefur hætt eða gefist upp. Konan hefur yfirleitt haft þá trú að hún sé öðrum óæðri og eigi ekki neitt gott skilið því að hún kunni ekki neitt og geti ekki neitt. EN með þessu nýfundna sjálfstrausti og fullvissu um að hún geti gert gagn, að hennar nám og ekki síst reynsla hennar í lífinu geti komið öðrum að góðum notum hefur skilið eftir ánægju með nýtt starf og tilhlökkun til áframhaldsins. Konan GETUR, ÆTLAR og SKAL og upplifir eintóma hamingju þegar hún hugsar um allt sem hún getur gert öðrum til hjálpar.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband