eitt og annað í huga konunnar.

Konan hélt ræðu, hátíðarræðu á 17.júní samkomu á Flúðum og talaði um sín innstu hjartans mál, geðveikina og sig. Konan hugsaði þegar hún var beðin um að flytja ræðuna um það hversu margir hafi verið beðnir um það á undan henni, það gæti ekki verið að konan hafi verið fyrsta val. Konan fékk mikið hrós fyrir ræðuna sína og margir þökkuðu henni fyrir og lagt var út af ræðunni hennar í messu og konan trúir því ekki að hún hafi haft svona mikil áhrif. En af hverju ætli þessar tilfinningar konunnar séu svona erfiðar, af hverju trúir hún því ekki að hún sé að gera góða hluti, af hverju trúir hún ekki á sjálfa sig, því að ef að hún gerir það ekki þá eiga aðrir væntanlega erfitt að gera það. Það er rótgróið í konuna að hún eigi ekki að vera ánægð með sjálfa sig og að hún sé ekkert merkileg. En konan hefur afrekað svo margt og það er löng leið frá því að geta ekki sótt barnið sitt í leikskóla sökum kvíða og félagsfælni til þess að fara á fund með „sérfræðingum“ hjá velferðarráðuneytinu og standa upp og halda ræðu í fjölmenni.

Konan á samt sem áður erfitt með að hringja í fólk, hún hefur stöðugt þá tilfinningu að hún sé fyrir að hún eigi ekki að taka pláss. Þegar konan þarf að standa fyrir einhverju fyrir sjálfa sig reynist henni það mjög erfitt, en fyrir aðra getur hún gert allt. Konan efast stöðugt um sjálfa sig, konan er viss um að einhvern tíman eigi hún eftir að klúðra hlutunum svakalega, konan er ekki manneskjan sem getur gert allt sem hún þarf að gera, það sé hún sem standi í vegi Batasetursins.

Samt er konan staðráðin í því að halda áfram baráttunni fyrir því að Batasetrið verði að einhverju stóru og miklu í þágu geðsjúkra á suðurlandi, hún er staðráðin í að geta unnið við hennar hjartans mál og er ákveðin í að vera betri í því og meðal annars að fara alein til USA til þess að fara á námskeið, eitthvað sem henni hefði nú ekki dottið í hug fyrir ári einu sinni. Það er einhver kraftur sem fyllir konuna eldmóði og fullvissu um að þetta sé einmitt það sem hún á að gera.  Án þess að prédika um einhvern æðri mátt þá fær konan einhverstaðar frá styrkinn sem hún þarfnast til þess að halda áfram og gera allt sem hún getur gert til þess að ryðja Batasetrinu leið.

Næata vekrefni hennar er að læra að taka það inn að hún er að gera stórkostlega hluti og það er ekkert sjálfgefið. (Núna langar konuna mest til þess að eyða þessum síðustu orðum, en ætlar ekki að gera það)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur allt og ert svo sannarlega að standa þig vel.

Þekki reyndar mjög vel þessar tilfinningar að geta gert ýmislegt fyrir aðra en mun erfiðara að gera hlutina fyrir sjálfan sig.  En það kemur :)

Bíð reyndar eftir að þú hættir að tala um þig í þriðju persónu ;) 

Dísa (IP-tala skráð) 20.6.2016 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband