Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Áramót

Konan skoðar árið sem er að líða og hún hefur gert margt spennandi og skemmtilegt en allri gleði og hamingju fylgja erfiðir atburðir.

Konan hefur:

farið í frí (á hótel þar sem var blóm í klósettinu)

skellt sér á kaf í á í gönguferð út og suður (læk á það) 

eignast skíði (búin að fara þrisvar)

Farið til Bandaríkjanna í fyrsta skipti (allir frekar amerískir þar)

byrjað í vatnsleikfimi ( sem er bara dásamleg uppfinning)

Eignast fullt af nýjum og dásamlegum vinum (ríkidæmið er óendanlegt)

fengið að fylgjast með krafti og elju fólks í leiðinni að bata (fékk m.a. Boð í útskriftar veislu frá einni hetjunni)

Lokið námi í hugrænni atferlismeðferð

eignast þrjú lítil frændsystkini (ofsa fínt að fá að knúsa þau og skila þeim svo)

Stofnað Batasetur ( sem er reyndar hvorki fugl né fiskur enn sem komið er, en því verður breytt á nýju ári) 

búin að minnka vinnuna í Rvk niður í 20% (það verður örugglega töluvert rólegra í Hugarafli 80% af tímanum)

konan ætlar:

að finna sér vinnu á suðurlandi (er ekki einhver sem vantar eðal iðjuþjálfa í vinnu?)

Breyta mataræðinu (nauðsynlegt hvað varðar heilsuna og það væri ekki mikill söknuður af kílóunum sko!)

sinna fjölskyldu og vinum betur (hvort sem þeir vilja það eður ei)

hreyfa sig meira (kannski nota þrekhjólið sem hefur gefið upp alla von um að nokkur setjist á það)

fá sér hænur (soninn langar í geitur en þá verður hann bara að hafa þær hjá tengdó í Kópavogi)

Að láta ekki álit annarra hafa áhrif (konan er frábær hvað sem aðrir segja)

að breyta viðhorfi sunnlendinga (vonandi annarra í leiðinni) gagnvart fólki með geðsjúkdóma og ekki sist hjá þeim sem eru haldnir geðsjúkdómi (oft eru eigin fordómar verstir)

Gleðilegt ár kæru vinir og látum draumana rætast (látum aðra vita af draumunum því að það gerir allt svo miklu auðveldara)

knús og kossar 


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband