Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

hugsanahrærigrautur

Konan er að gera ýmsa hluti uppvið sig hvað varðar fortíðina.

Á hún að láta einhvern viðbjóðslegan karlfausk að hafa áhrif á allt hennar líf, allt til dauða? Þetta birtist mjög mikið í hugsunum um hversu mikið fífl konan sé, að hún sé hræðileg manneskja með á ekki tilverurétt. Konan tekur köst við að niðurlægja sjálfa sig og rifjar upp allskonar "glæpi" sem tengjast bernskunni, unglingsárunum og framundir þrítugt.  Þessir glæpir eru svo smávægilegir í annarra augum en kvelja konuna, ekki samt alltaf en æði oft. Konan segir stundum (lesist oft) einhverja bölvaða vitleysu sem hún sér svo eftir og þá situr hún eftir með samviskubit á stærð við Bárðarbungu.

En konunni hefur oft tekist að sitja á sér þegar viðkvæm mál eru annars vegar, t.d. varðandi fjölskylduna svo að þá má líta þannig á það að konan hefur þroskast því að konan hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að láta það ekki hafa áhrif á sig.

En þessi mikla vanlíðan sem kemur fyrirvaralaust og svívirðingarnar sem konan lætur dynja á sjálfri sér myndi ekki nokkur maður þola henni.  Konan reynir að svara þessu með mótrökum en heilinn virðist ekki taka neinum rökum. 

Konan þarf ef til vill að skipta um sjónarhorn, vera besti vinur sjálfrar sín og haga sér samkvæmt því 


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband