Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

:)

Í dag stendur konan á miklum tímamótum, í fyrsta sinn í 15 ár er hún að fara út á vinnumarkaðinn, komin með draumastarfið og hlakkar til að vinna að málum geðsjúkra sem eru hennar hjartans mál. Eftir að hafa í mörg ár ekki fundist hún vera nógu góð, fundist hún vera baggi á þjóðfélaginu og ekki gert neitt til gagns þá hefur nýtt öryggi færst yfir konuna. Hún hefur álit á sjálfri sér, án þess að púkinn stökkvi upp og segi henni að hún sé ekki merkilegur pappír og geti ekki neitt. Konan lítur mjög björtum augum á framtíðina og sér engar hindranir, aðeins tækifæri. Draumurinn hefur ræst, hún hefur lokið námi og er komin með vinnu sem liggur nákvæmlega á áhugasviði hennar. Konan er fullkomlega hamingjusöm.

hugljómun

Konan fór með eiginmanni sínum í gær að skoða nýjan bíl, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, bæði vegna þess að hinn er orðinn mikið keyrður og vegna þess eiginmanninum finnst gaman að kaupa nýjar græjur,að hún hélt. En hún áttaði sig á því hvernig bílasalinn talaði að eiginmaður konunnar vill bara að hún sé örugg og fari vel um hana þegar hún fer í og úr vinnunni.
Konan verður alltaf svo hissa að einhverjum þyki svona mikið vænt um hana og beri svona mikla umhyggju fyrir henni og þaðan af síður trúir hún því að hún eigi það skilið.
Svo fer konan að hugsa, ef að málin væru alveg hinsegin þá myndi konan líka vilja að hennar ástvinir væru öruggir og hún ber innilega umhyggju fyrir fólkinu sínu, það er fátt sem hún myndi ekki gera fyrir þau.
Konan hefur áttað sig á því að hún er mikilvæg og dýrmæt í augum annarra en hún þarf líka að trúa að þessu og hún mun vinna í því, loksins að hún áttaði sig á því.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband