Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Trúðslæti

Það er töluverður tími síðan konan skrifaði síðast, það er ekki það að hafi ekki þruft að tjá sig, það var að konunni fannst hún ekki hafa leyfi til að skrifa það sem hún skrifar, það geti sært fólk sem stendur henni nærri. Jú, hún hefur verið mjög opinská og verið að hampa sjálfri sér að mati sumra en í raun er konan að skrifa fyrir sig, hún setur hugsanir sínar á blað og ákvað að birta þær ef einhver gæti haft gagn af þessum hugsunum, kannski vita að hann er ekki einn með allskonar skrýtnar hugsanir sem veltast um í kollinum. Þannig að konan hefur ákveðið að halda áfram að skrifa skrýtnu hugsanirnar sínar.

Það hefur eitt og annað drifið á dagana, svona eins og gengur. Konan hélt málþing um geðheilbrigðisþjónustu á suðurlandi sem heppnaðist gríðarlega vel og upp  úr því kom starfshópur sem vill vinna að því að bæta geðheilbrigðisþjónustu sunnlendinga. Konan hefur haldið fyrirlestra af ýmsu tagi og gengið vel. Konan hefur átt við slæmsku í mjöm vegna hás aldurs og konan er orðin stoltur hænsnabóndi. 

Konan hefur undanfarna daga tekið þátt í vinnu þar sem Patch Adams hefur verið í aðalhlutverki. Þegar konan heyrir hann segja allt sem hann hefur áorkað, í gegnum gleði og ást gagnvart öllum manneskjum í heiminum, þá dáist konan að honum og vildi gjarnan gera miklu meira en hún hefur gert. En konan hefur mikið nýtt sér húmor í starfi sínu og veit að hann hjálpar mikið í erfiðleikum en einnig þarf að vera til staðar samkennd og virðing  til þess að meðferð gangi upp en þetta er einungis örlítið sandkorn miðað við björgin sem Patch færir. 

Konan er ágæt þrátt fyrir að vera ekki með rautt trúðsnef.


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband