Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

að vera fyrir

Konan óttaðist það mest að vera fyrir. Konan veit ekki hvaðan hún hefur það en þetta er ótti sem henni virðist hafa alltaf fylgt henni. En þessi tilfinning kemur þegar hún  fer í "gamlar" aðstæður, í eitthvað sem hún tók þátt í áður en hún náði bata. Konan er ótrúlega örugg í aðstæðum sem hún fer í eftir að hún náði bata, hún er sjálfsörugg og efast ekki um allt sem hún gerir, hún ber undir aðra vafamálin í stað þess að byrgja þau inni og vona að þau hverfi.

Konan hefur tekið eftir því að þegar hún fer á samkomur, vill hún helst sitja út í horni eða þar sem hún getur séð fólkið koma inn, þetta er einhver öryggisthegðun og konan ætlar að gera sitt best til að brjótast út úr þessari hegðun.

Núna ætlar konan að hugsa um það sem henni langar til án þess að vera alltaf að spá í hvað öðrum finnst, því að alltaf finnst einhver sem sem hefur skoðun á því.

Konan ætlar því að hætta að óttast það að vera fyrir sama hverjar aðstæðurnar eru.


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband