Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Jólin..........

Konan er mjög hugsi þessa dagana, hún hittir margt fólk í starfi sínu sem á um sárt að binda. Þessir einstaklingar bera ekki í brjósti sér tilhlökkun fyrir komandi hátíð, heldur kvíða þeir jólunum. Ástæða þess geta verið margar, sumir hafa ekki efni á að halda jól, aðrir eru einir og enn aðrir ef til vill inni á stofnun vegna aðstæðna þeirra. Konan hefur verið hugsi yfir þessum aðstæðum sem fólki er þröngvað í og að sumu leyti skammast sín fyrir það hversu aðstæður hennar eru góðar. En þær hafa ekki alltaf verið góðar, sum jól hafa verið erfið, nýja árið ekki gefið fyrirheit um betri tíð og lánið ekki leikið við hana eins og það gerir í dag. Konan hefur tekið ákvörðun um að njóta þess sem hún hefur ekki síst vegna þess að hún á það sannarlega skilið. En það þýðir samt sem áður ekki að hún geti sett sig í spor þeirra sem ertu ekki jafn lánsamir og hún, ef hún fengi að ráða myndi nýjársóskin hennar vera sú að allir gætu fengið það sem þeir óskuðu sér helst. Eitt sinn snérust jólin um það að geta gefið fólkinu sínu góðar og fallegar gjafir og helst það sem hver óskaði sér en jólin snúast í dag að vera þakklát fyrir þau forréttindi að njóta þeirra í faðmi fjölskyldunnar, því að það er ekki sjálfgefið. Á þessum tíma vakna upp minningarnar um þá sem hafa horfið á braut og konunni finnst þeir aldrei jafnnærri og á þessum tíma. Það er góð tilhugsun. Og konan fer inn í jólahátíðina og nýja árið full af bjartsýni og gleði ásamt tilfinningu sem hún kann eiginlega ekki að lýsa nema að því leyti að henni finnst allt í réttum skorðum og hún geti ekki verið hamingjusamari.

Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár. 


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband