Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Uppgötvanirnar augljósu

Þú ert  löt, feit, ljót, ömurlegur fagmaður, lygari og aumingi og átt aldrei eftir að vera nokkuð annað! 

Þetta eru hugsanirnar sem hafa flætt óhindraðar í gegnum huga konunnar undanfarna daga! Hversu miklum árangri nær nokkur manneskja sem þarf að búa við slíkt niðurrif?  

Konan hefur alltaf haft samúð með þeim sem hafa þurft að búa við ofbeldi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt og að slíkt eigi ekki að eiga sér stað. En hvað um það ofbeldi sem hún beitir sjálfa sig hvað eftir annað? Á konan það skilið?

Það á enginn skilið að það sé komið svona fram við  hann og konan ekki heldur, þetta eru kannski augljósar uppgötvanir en geta verið svo leyndar að konan áttar sig ekki á því ofbeldi sem í þessum hugsunum felst. Konan er orðin svo lagin við að fela þær fyrir sjálfri sér að hún áttar sig ekki á því að hún hefur eitthvað um málið að segja.

Núna er lag að segja stopp, hingað og ekki lengra! Hér með hættir konan að taka mark á þessum hugsunum. Þetta er frekar einfalt að skrifa á blað og ákveða hér með að hætta en að venja hugann af því að gera þetta getur verið þrautin þyngri.

En orð eru til alls fyrst og það að gera sér grein fyrir því að hlutirnir eru svona er töluvert skref og síðan er að stíga það næsta og verða meðvitaður um að hætta þessum hugsunum. Austurríska leiðin virkar víst ekki í þessu tilfelli því að hugurinn fylgir konunni nema hægt sé að fá nálgunarbann á þessar hugsanir, konan er viss um að umsókn um slíkt yrði samþykkt en framkvæmdin væri erfiðari, allar tillögur vel þegnar.

Konan er orðin meðvituð um það hversu mikill áhrifavaldur ofbeldishugsanirnar eru á hennar líf og ætlar sér að útrýma þeim. Aðferðin verður væntanlega misjöfn eftir því hvaða hugsanir eiga í hlut en eitt er víst að konan getur, ætlar og skal.


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband