Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

að takast á við eigin fordóma

Konan er skrýtin! Það er svo sem ekkert nýtt, stundum finnst henni hún geta sigrað heiminn og stundum hefur heimurinn sigrað hana. Konan sér svo mörg tækifæri þar sem hún getur komið að miklu gagni og hún vildi helst geta framkvæmt allt sem henni dettur í hug. Sem betur fer ganga ekki kaupin á eyrinni þannig fyrir sig, annars væri konan komin á kaf. Hún er í vinnu þar sem henni líður vel og hún veit að hún gerir gagn a.m.k. oftast nær. Ef að konunni finnst hún ekki kunna eitthvað er hennar ráð að lesa sér til um hlutina og reyna að nýta sér kunnáttu annarra og tileinka sér ný viðhorf.

Konan hefur t.d. breytt um viðhorf gagnvart dáleiðslu, konan sá alltaf fyrir sér dáleiðslu á þann hátt að einstaklingur væri dáleiddur til að gagga eins og hæna eða gera einhverja kynferðislega tilburði á sviði fyrir framan milljón manns.

En konan fór í dáleiðslu fyrir nokkrum vikum, mátulega trúuð á virkni hennar, en ákvað að hún gæti ekki sleppt þeim möguleika að hún gæti ef til vill hjálpað. Og það hefur hún svo sannarlega gert!

Konan fór í dáleiðslu vegna ofáts (binge eating) sem lýsti sér með því að stundum c.a. einu sinni í mánuði fór konan í búð og keypti allt það óhollasta sem hana langaði í  í bílförmum og át og át þar til allt var búið og svo tók við samviskubitið og niðurrifið fyrir aumingjaskapinn. Konan las sér til, búin að reyna að gera  ýmsar breytingar en ekkert gekk, það var eins og risaeðla (súkkulaðiæta (samanber kjötæta) ) vaknaði til lífsins og það var ekkert sem stöðvaði skrímslið í því að fá sitt stöff. Svo að konan sá að hún yrði að prófa eitthvað nýtt og fór í dáleiðsluna og smám saman fóru áhrifin að koma í ljós: það var auðveldara að sleppa því að kaupa eitthvað óhollt þó að konan væri svöng þegar hún var að versla í matinn, konan hefur ekki farið gagngert til þess að kaupa fullar kerrur af óhollustu eða beðið eftir helginni til þess að geta skóflað í sig súkkulaðinu og snakkinu. Nú getur konan átt súkkulaði í skúffunni án þess að borða það allt í einu, hún getur labbað í gegnum nammihillurnar í búðinni án þess að renna í eigin slefi.

Og niðurstaðan er að maður á ekki að láta fordóma stoppa sig, heldur hefja sig yfir þá og takast á við það óþekkta.


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband