Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Áramót :)


Konan horfir yfir árið sem er að líða og trúir eiginlega ekki hvaða sigrar hafa náðst á því. Efst í huga hennar er þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt hana með ráðum og dáð. Eiginmaðurinn trjónir þar hæst en börnin og móðir hennar koma þar næst og auðvitað allir hinir sem hafa lagt hönd á plóginn til þess að konan gæti orðið það sem hún er í dag.
Árið byrjaði með verknámi á Æfingastöðinni sem var lærdómsríkt og frábær staður í alla staði, ritgerðarskrif tóku svo við frameftir vori og loksins komið að útskrift. Konan útskrifaðist sem iðjuþjálfi og við það að fá það plagg í hendur um að hún væri eitthvað, hrökk sjálfsálitið í gang og hefur síðan verið óstöðvandi hækkun á því og það bryti niður allar gengisvísitölur því að í hvert sinn sem útlit fyrir að það fari að hægja á hækkuninni þá gerist eitthvað sem ýtir enn undir hækkun.
Konan vinnur á stað þar sem hún á svo vel heima ( með geðveiku fólki) og henni finnst hún hafa himinn höndum tekið með því að hafa fengið þetta starf. Því að í rauninni finnst henni þetta ekki vera einhver hardcore vinna heldur common sense eða almenn skynsemi, sem gæti legið í því að konan getur auðveldlega sett sig í spor þeirra sem hún sinnir, því að hún hefur upplifað depurðina, kvíðann og félagsfælnina sem margir þessara skjólstæðinga hennar finna fyrir ásamt uppgjöfinni og finnast maður sjálfur ekki vera nokkurs virði. Þetta er dýrmæt reynsla sem gerir, að því er konan telur, skjólstæðingum hennar meira gagn en 4 ára háskólanám.
Eitt er það sem situr í konunni frá árinu 2012 og það er að hafa ekki getað klárað gönguna í kringum Kerlingafjöllin og áramótaheitið er það að hún ætlar að geta tekið þátt allan tíman í göngu sumarsins 2013 og þar á meðal eru Kristínartindar í Skaftafelli og það verður Everest konunnar árið 2013.
Það er gott að hafa markmið til þess að stefna að og konan stefnir ótrauð áfram og lætur ekkert stöðva sig og alls ekki púkann sem er líklega fluttur að heiman og konan býst við kvörtun frá púkaverndanefnd fyrir slælega meðferð og algjöran skort næringu.
Elsku bestu ættingjar og vinir, megi nýja árið, 2013, bera í skauti sér hamingju og heilbrigði ásamt ást og gleði ykkur og fjölskyldum ykkar til handa.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband