Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Hamingjan

Núna er konan í sjöunda himni, langþráður draumur hennar rættist í gær, Batasetur Suðurlands hóf starfsemi sína með því að hafa opið hús og það komu svo margir til þess að fræðast og ekki síst að veita konunni stuðning. 

Þetta hefur verið draumur frá því að konan fór að ná bata, hún vissi það að hún gæti hjálpað öðrum í svipaðri stöðu og nýtt reynslu sína svo að aðrir geti unnið að bata sínum. Það sem hefur einkennt þessa baráttu konunnar er stuðningur, frá eiginmanni og börnum, frá fagfolki, frá notendum, frá öllum sem hafa áhuga á bata og valdeflingu.

Konan hefur svo sannarlega þurft að taka á stóra sínum í mörgum tilfellum þvi að púkinn hefur reynt ansi oft að stökkva upp á öxlina en konan hefur náð að slá hann af í flestum tilfellum. Hann læðist stundum að konunni hægt og hljótt  með því að reyna að spyrja hana um hvað hún heldur eiginlega að hún sé, af hverju heldur hún að einhver hlusti á hana, af hverju í ósköpunum haldi hún að hún geti hjálpað? En konan svarar: af hverju ekki? Af hverju ætti hún ekki geta haft áhrif? er hún eitthvað minna virði en aðrir? Hún er búin að sigrast á ansi mörgu og þurft að berjast við marga djöfla til þess að vera komin á þann stað sem hún er á í dag.

Nú er bara að halda dampi og hlúa vel að þessum sprota svo að hann dafni vel og veri hægt að víkka út starfsemina í fleiri daga í viku svo að það sé hægt að þjóna þessum hópi sem best.

En takk allir fyrir hjálpina og kveðjurnar og hvatningarnar...knús og kossar


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband