Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

GOTT!

Konan er innilega stolt og glöð yfir því að vera fær um að aðstoða einstaklinga sem hafa staðið í sömu eða svipuðum sporum og hún sjálf. Konan er alltaf dálítið hissa á því hversu vel hún nær til skjólstæðinga sinna og hvernig hún nær að aðstoða þá eða vekja von um að hægt sé að gera lífið einfaldara og auðveldara að sinna daglegum skyldum. Líklega eimir eftir af konunni sem trúði því að hún væri einskis nýt.
Konan kom nokkuð ráðvillt úr náminu því að henni fannst hún ekkert kunna í fræðunum en hún hefur komist að því að hún kann þetta vel, þó að hún viti ekki hvað það er á latínu!
Konan er einnig svo innilega stolt af því að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem hefur svo margt fram að færa og er mjög fært á þessu mannlega sviði og allt er það tilbúið til að leiðbeina og aðstoða konuna eins og þeim er frekast unnt.
Það eru forréttindi að hlakka til hvers vinnudags og að vinnufélagarnir hlakki til að hitta konuna líka, það finnst henni æðislegt :)
Konan er í kirkjukór og púkinn er dyggur þátttakandi í honum (merkilegt hvað hann þolir alla þessa sálma) en konan reiknar með að henni verði bent á að hún skemmi kórinn ef hún gerir það og ætlar að halda áfram að syngja því að það er bara svo gaman og konan fer hvort sem er í allar messur sem hún kemst í að þá er alveg eins gott að gera eitthvað gagn ;)
Konan nýtur tilhugsunarinnar um prófa og verkefnalausa aðventu og hlakkar til að eyða henni með sínum nánustu.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband