Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

að þóknast öðrum

Konan hefur um árabil sóst eftir velþóknun og hrósi annarra, verið hrædd um álit annarra á henni og yfirleitt talið að öðrum hefur þótt konan ekki mjög merkileg! 

Ef að fólki líkar hún ekki eins og hún er þá er það þeirra missir! Því að konan er hætt! Hún er hætt að þóknast fólki og eltast  við það ef að hún passar ekki inn í formin sem henni eru ætluð. Konan er í fyrsta sinn á ævinni ánægð með að vera eins og hún er. Og hún ætlar að njóta þess, með því að vera í samvistum við einstaklinga sem meta hana eins og hún er en ekki eins og hún ætti að vera. Auðvitað er konan ekki fullkomin, það er það enginn. En konan er fullkomlega hamingjusöm með sjálfa sig eins og hún er í dag. Þetta hefur kostað tugi ára af vanlíðan og erfiðleikum því að það er vont að eltast við einhverja ímynd sem ekki er hægt að ná og verða sífellt fyrir vonbrigðum með sjálfan sig. 

Konan hefur ákveðið að verða ekki eins og einhver annar eða besta útgáfan af einhverjum öðrum heldur að verða besta útgáfan af sjáfri sér. Og eitt af því er að geta hrósað sjálfum sér og viðurkenna að það er EKKI dauðasök! 

Ef að konan  er ánægð með sjálfa sig, þá er hún ekki montin, sjálfsumglöð eða hrokafull heldur er það vegna þess að hún hefur unnið til þess.


Þakklæti

Konan er þakklát.

Hún er þakklát fyrir allar erfiðu stundirnar því að það gerir góðu stundirnar svo dýrmætar.

Hún er þakklát fyrir fólkið í kringum sig, því að þau sem hafa ílengst í lífi hennar eru svo dýrmæt.

Hún er þakklát fyrir góðu heilsuna sína því að hún er ekki sjálfgefin.

Hún er þakklát fyrir sjálfsvígstilraunina því að hún leiddi konuna á rétta braut.

Hún þakklát fyrir fjölskylduna sína sem er henni dýrmætara en allt í heiminum.

Hún er þakklát fyrir hrósið sem hún fær.

Hún er þakklát fyrir kjarkinn því að hún gerði ekki margt án hans.

Hún er þakklát fyrir fyrir að eiga í sig og á, það er ekki sjálfgefið.

Hún er þakklát fyrir að geta deilt reynslu sinni því að það styrkir hana.

Hún er þakklát fyrir tárin, það gerir gleðina ennþá dýrmætari.

Hún er þakklát fyrir fortíðina sem gerir núið mikilvægara og framtíðina meira spennandi.

TAKK


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband