GET-ÆTLA-SKAL

Enn á ný hefur konan efasemdir um sjálfa sig og það sem hún er að gera, enn á ný rífur hún sig niður og segir ljóti hluti við sjálfa sig sem henni myndi aldei nokkurn tíma detta í hug að segja við aðra.

Konan vill meina að hún sé með mikilmennskubrjálæði, hvað heldur hún eiginlega að hún sé, að hún geti rekið virknimiðstöð, að hún geti búið til og haldið námskeið! Meira hvað hún lítur stórt á sig! Þetta er líklega gamili "félaginn" púkinn á öxlinni og hann fitnar hratt og vel þessa dagana og vill auðvitað fá að vera þar áfram þar sem hann fær nóg fóður.

Þetta er samt svo merkilegt, því að konan fær allstaðar jákvætt viðhorf og hrós en eins og áður hugsar hún sem svo: "Æ þau eru nú bara svo aumingjagóð"

Nú þarf konan að fara nota ráðin sem er svo auðvelt að gefa öðrum en töluvert erfiðara að nota sjálfur. Konan þarf að breyta hugsunarhættinum hjá sér og spyrja sig:

- myndi einhver nákominn segja þetta við hana sem hún segir við sjálfa sig?

- hvað væri það versta sem gæti gerst?

- er hægt að draga úr álaginu með því að fá fleiri með sér?

- það er enginn fullkominn og það gera allir mistök

- góðir hlutir gerast hægt

- þó að það komi bakslag þá er það allt í lagi, þú stendur bara upp og heldur áfram.

Nú ætlar konan að halda áfram að berjast fyrir Batasetrinu sínu, að koma námskeiðinu á framfæri (og klára vinnubókina fyrir 21.sept)

Það þarf bara smá skipulag og töluverða vinnu og þá ætti þetta að geta gengið.

Kannski best að líma "get ætla skal" innan á gleraugun og vona að þau síist inn fyrir 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband