Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Viðhorf

Alltaf er konan að gera nýjar og stundum augljósar uppgötvanir. 

Konan fór í frí í rúma viku og lá í sólbaði megnið af tímanum, að fara í sólbað hefði verið konunni ofviða fyrir nokkrum árum. Hún fylgdist með mannlífinu í kringum sig og uppgötvaði að það var enginn neitt að spá í hvernig konan var í laginu, að hún væri eins og albínói, heldur bara að hugsa um sitt og sjálfsagt stór hluti þeirra í svipuðum þankagangi og konan. En hvað með það þó að fólk horfi á hana, kannski hugsar fólkið að konan sé hugrökk að vera í sólbaði þrátt fyrir að líta út eins og strandaður Mjaldur, so what!

Konunni hefur alltaf þótt erfitt að fara í gegnum vopnaleit vegna allrar athyglinnar sem HÚN fær (aha og enginn annar ;) ) Konan breytti hugarfari sínu um nokkrar gráður og hugsaði sem svo að hún liti ekki út eins og glæpamaður, hvernig sem þeirra staðalímynd er, að hún væri ekki að smygla neinu og líklega slyppi hún við líkamsleit þar sem hún er eins og strandaður mjaldur ( held að það sé ekki til nein vinnulýsing á líkamsleit á strönduðum Mjöldum). Bara það að brosa og vera afslappaður og hugsa um að þetta fólk sé bara að vinna vinnuna sína og hafi enga löngun til þess að pynta saklausa Mjalda.

 Það er alltaf gaman að fara í ferðalög en konunni finnst líka alltaf gott og gaman að koma heim og knúsa fólkið sitt (Bangsi meðtalinn).

Núna hefst rútínan að nýju og konan hlakkar til að takast á við verkefnin sem framundan eru og fara í spriklið sitt að nýju.


Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband