Vonin

Konan hugsar mikið þessa dagana um vonina. Það er svo mikilvægt að eiga von, von um að ná bata, von um að lífið verði bjartara, von um framtíð, von um framtíð án áframhaldandi erfiðleika. Það er grundvallaratriði í bata hvers einstaklings að eiga von.

Einu sinni átti konan ekki von, hún hélt að hún  ætti alltaf eftir að verða döpur, sjá engan tilgang með lífinu og að fólkið hennar þyrfti að burðast með hana, einskis nýta, alla ævi.  Það var fjarri því að konan ætti vonarglætu, hún sá bara svatrnættið framundan. 

Þegar konan sá að hún var gríðarlega mikilvæg í augum fjölskyldunnar hennar kviknaði örlítill vonarneisti, kannski gæti hún mögulega átt kost á lífi sem væri ekki varðað vonleysi og depurð. Konan fékk hlúð að neistanum sem smám saman styrktist, oft jaðraði við að hann dæi út en hann lifnaði aftur eins og væri fyrir kraftaverk, kannski var það faðmlag eða hlý orð sem að olli því að neistinn lifnaði við. Vonin varð sterkari eftir því sem konan fékk meira sjálfstraust og vonin blés henni kraft í brjóst svo að konan náði markmiðum sínum.

Enn er vonin öllu mikilvægari í bata konunnar, með því að aðstoða fólkið sitt með að öðlast von, þora að vona á ný og efla vonina í brjóstum þeirra og þannig stuðla að bata þeirra, gefur konuninni enn meiri von um að hún geti haldið áfram að eflast í bata sínum.

 Vonin glæðir veikan þrótt

vonin kvíða hrindir.

Vonin hverja vökunótt

vonarneista kyndir.

Þessa vísu setti góð kona inn á vefinn og konunni finnst hún eiga mjög vel við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband