10.sept

Í tilefni þess að alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna var í gær og því að konan kom heim í nótt úr frábæru ferðalagi koma ýmsar hugsanir fram.

Hvað ef konunni hefði tekist að fremja sjálfsvíg fyrir 10 árum síðan, hversu mörgu hefði hún þá misst af? Hvernig liði fjölskyldunni sem stæði eftir með brotið hjarta?

Konan hefur fengið að upplifa þessi síðustu tíu ár á ótrúlegan hátt, það hefur gerst meira á þeim en hinum þrjátíu þar á undan, þó að þau séu jafnmikilvæg. Að geta staðið á fjallsbrún og horft yfir ægifagurt landslag, var mjög fjarri konunni fyrir um tíu árum þegar henni fannst hún vera byrði og til mikillar óþurftar og allir myndu græða á því að hún væri ekki lengur á meðal þeirra og allar áhyggjur þeirra hyrfu. Þvílík og önnur eins vitleysa hjá konunni, því að hún átti svo mikið sem hún kom ekki auga á og hafði svo mikið að gefa af sér þó að hún sæi algjörlega hið gagnstæða.

 Konan horfir yfir síðasta ár, því að það er fyrsta árið sem hún hefur unnið utan heimilis í mörg ár og hún hefur vaxið og dafnað í starfi sínu og hún veit að hún hjálpar einstaklingum sem leita til hennar.

Konan horfir á börnin sín, öll frábæra einstaklinga með sín sérkenni og hafa alla möguleika á að gera hvað sem þau vilja í framtíðinni og hugsar með sér að hún gæti hafa misst af þessari dásamlegu reynslu og er svo þakklát fyrir að fá að vera vitni af henni.

Síðastur en alls ekki sístur er kletturinn í lífi hennar, eiginmaðurinn, sem hefur gert það verkum að þetta er veruleikinn sem blasir við konunni og að hún getur horft fram á við með gleði og bjartsýni í huga og hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk, takk , takk Jóna mín fyrir skrifin þín og ég heppin að vera að skottast á þínum vinnustað :)

Fríða (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband