Þakklæti

Konan er þakklát.

Hún er þakklát fyrir allar erfiðu stundirnar því að það gerir góðu stundirnar svo dýrmætar.

Hún er þakklát fyrir fólkið í kringum sig, því að þau sem hafa ílengst í lífi hennar eru svo dýrmæt.

Hún er þakklát fyrir góðu heilsuna sína því að hún er ekki sjálfgefin.

Hún er þakklát fyrir sjálfsvígstilraunina því að hún leiddi konuna á rétta braut.

Hún þakklát fyrir fjölskylduna sína sem er henni dýrmætara en allt í heiminum.

Hún er þakklát fyrir hrósið sem hún fær.

Hún er þakklát fyrir kjarkinn því að hún gerði ekki margt án hans.

Hún er þakklát fyrir fyrir að eiga í sig og á, það er ekki sjálfgefið.

Hún er þakklát fyrir að geta deilt reynslu sinni því að það styrkir hana.

Hún er þakklát fyrir tárin, það gerir gleðina ennþá dýrmætari.

Hún er þakklát fyrir fortíðina sem gerir núið mikilvægara og framtíðina meira spennandi.

TAKK


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband