enn um samskipti..........

Konan var að velta fyrir sér samskiptum eða samskiptaleysi milli fólks sem endranær, hún steig erfið spor nýlega og var búin að mikla þetta gríðarlega fyrir sér og var ákveðin í því að henni yrði hent öfugri út og hún undirbjó sig undir þetta með þessar hugsanir svo að sporin voru þung. Konan steig þessi spor og þegar því var lokið sást varla í iljarnar á henni því að henni var svo létt.
Fólk (allavega konan) getur verið í þvílíkri einstefnu þannig að það sér ekkert nema sína leið og enginn annar ratar hana og aðrir eru á rangri leið. En konan þarf að breyta um stefnu og opna hugann fyrir sýn annarra. Þegar konan steig þessi skref var henni svo létt og hugsaði um það hversu langan tíma þetta hafi valdið henni vanlíðan. Þannig að konan ætlar að láta af langrækninni ( í flestum tilfellum) og mæta með opinn huga í samskipti sem gætu verið erfið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband