Lán og lukka

Konan er í dag að hugsa um hversu lánsöm hún er (counting her blessings). Þó að stundum komi yfir hana vonleysi, höfnunartilfinning og depurð þá er líf hennar fullt af fallegum og jákvæðum atburðum, fólki og hlutum. Konan upplifir að hún sé á heimavelli við það sem hún starfar og finnst það í rauninni ekki starf heldur sinnir hún sínu hjartans máli og fær borgað fyrir það!
Konan hefur unnið að þessari stund og að eignast þessa tilfinningu þar sem hún er svo örugg með sig og hefur fullvissu um að hún skipti máli og hún geti gert eitthvað til þess að aðstoða einstaklinga sem eru í sömu stöðu og hún var í.
Konan er í töluverðri sjálfsskoðun og lærir jafnmikið af skjólstæðingunum og hún gefur þeim, því að allir eiga einhver bjargráð sem þeir nota og það er ómetanlegt að geta deilt með einstaklingum í svipaðri stöðu.
Konan er endalaust þakklát fyrir að fá að gera það sem henni finnst skemmtilegast og mest áríðandi og hún er byrjuð að breyta heiminum, en það kemur í skrefum, einu í einu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband