þakkir

Konan fór í dag og sagði batasögu sína og fórst það ágætlega úr hendi, var henni sagt a.m.k. En þegar hún var að lesa áttaði hún sig á því að hún hefur svo marga í lífi sínu sem hafa hjálpað henni á þessari ferð og hefur ekki þakkað þeim almennilega fyrir sig. Þetta er eiginlega allt fólkið í kringum mig, bæði ættingjar og vinir, fólk sem hún hefur verið svo lánsöm að kynnast á þessum 9 árum sem eru liðin frá uppspyrnunni frá botninum. Konan er ákaflega þakklát fyrir allt sem þið hafið gert, eitt hrós, lítið bros, klapp á bakið skiptir miklu máli þegar einstaklingurinn sér ekkert jákvætt við sjálfan sig. Konan ætlar að endurgjalda öllum sem hafa á einhvern hátt hjálpað henni með því að láta það ganga áfram, hún ætlar að brosa, hrósa eða gefa klapp á bakið einhverjum öðrum einstakling sem er í sömu sporum og konan var í, um leið ætlar hún að skora á vini og vandamenn að gera slíkt hið sama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband