GOTT

Konan fór í vefjagigtarmat hjá Þraut, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að sálfræðingurinn notaði orðin gott sjálfsálit og sjálfsmat í niðurstöðum um geðheilsu konunnar. Að henni vitanlega hafa þessi orð „gott“ og „sjálfsálit“ aldrei staðið saman í skýrslu um konuna. Konan elskar lífið þessa dagana, það kemur allt upp í hendurnar á henni og sjálfsálitið hennar góða segir henni að ekkert sé ómögulegt og þá stekkur gamli púkinn upp og segir: það hlýtur nú að fara að gerast eitthvað slæmt, þetta getur ekki enst svona lengi! EN konan vill ekki hlusta á púkann og nýtur lífsins og hugsar sem svo að allt á sinn tíma, hvað sem gerist gott eða slæmt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband