Minningar

Konan er í sumarfríi og hefur of mikinn tíma til að velta fyrir sér hlutunum, hugsa um liðna atburði og rifjar ýmislegt upp, bæði skemmtilega hluti (sem eru núna skemmtilegir) og hina sem hún ætlar ekki að eyða púðri á.
Einu sinni var konan að versla og á stóru heimili þarf að versla mikið. Konan fer með kerruna út og fer heim. Þegar konan er komin heim (á heima 40 km frá versluninni) opnar hún skottið á bílnum og ætlar að ná í vörurnar en það eru engar vörur! Þá hafði konan sest inn í bílinn án þess að setja vörurnar í skottið og farið heim. Nú voru góð ráð dýr en svo vel vildi til að eiginmaður konunnar var á ferðinni og gat farið að athugað hvort að konan hans hafi gleymt fullri innkaupakerru af vörum á bílastæði verslunarinnar (hefur örugglega notað einhverja góða afsökun fyrir gleymsku eiginkonunnar). Jú það hafði verið kerra full af vörum í reiðileysi á bílastæðinu og hafði hún verið tekin inn og gat maður konunnar þannig fengið vörurnar.
Í annað skipti var konan að sækja eldri dóttur sína á leikjanámskeið og sú yngri fékk að fara með. Konan fer og sækir stelpuna og fer svo inn í bíl og keyrir sem leið liggur heim EN uppgötvar að hún gleymdi yngri stelpunni! Konan fær algjört áfall og snýr við og fer og sækir stelpuna en sem betur fer voru fleiri mæður að sækja börnin sín þannig að yngsta stelpan var í góðum höndum, þar til mamman kom.
Svona minningar hafa nagað konuna í mörg ár, samviskubit yfir að hafa GLEYMT barninu sínu, að hafa gleymt vörunum og þannig mætti lengi telja. Í dag finnst konunni þetta frekar fyndið og nýtur yngsta dóttirin þess að minna mömmu sína á það þegar hún gleymdist. Konan sér að margar þessara minninga sem hafa nagað hana eru hreint út sagt sprenghlægilegar og með því að segja frá þessu og hlægja með öðrum að þessu hefur þau áhrif að samviskubitið minnkar og einni minningunni færra til að hafa samviskubit yfir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband