Hugsanabrengl!

Konan fór í frábæra gönguferð með frábærum göngufélögum. Allt gekk mjög vel fyrstu tvo dagana en síðasti dagurinn var talinn erfiður og fyrst um morguninn var þoka og rigning og ekki útlit fyrir að yrði gengið. Konan var alveg sátt við það en síðan fór að létta til og það var ákveðið að ganga. Þá fannst konunni hún myndi vera dragbítur og að hún ætti að fá far með trússbílnum og bíða eftir hópnum á áfangastað. Þetta kostaði nokkurn grát, aðallega vegna vonbrigða konunnar með að geta ekki lokið göngunni. Og í hvert sinn sem konan skoðar myndir frá þessari frábæru ferð fær hún alltaf á tilfinninguna að henni hafi mistekist, en hún gleymir hinum tveimur dögunum sem mistókust EKKI og voru frábærir. Þetta fer í taugarnar á konunni því að hún vill ekki hugsa svona, en það reynist mjög erfitt að breyta 40 ára hugsunarhætti. En í næstu gönguferð að ári ætlar konan að ganga alla dagana og klára með hinum. Konan er búin að skipuleggja æfingabúðir og ætlar að mæta fílefld til leiks að ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband