Minningar

Konan hefur háð margar baráttur um ævina, flestar þeirra beinast að henni sjálfri, hennar takmörkunum og göllum. Konan hefur verið dugleg að brjóta sjálfa sig niður með slæmu umtali sem gerist í huga hennar og skilur eftir skömm og vanlíðan.
Oft á sér stað upprifjun á einhverjum atburði sem konan skammast sín fyrir, eitthvað sem öðrum er gleymt og grafið. Margar þessara upprifjana hafa í för með sér mikil óþægindi innra með konunni en einhvern vegin koma þessar minningar upp aftur og aftur, þær eru fáar þegar konunni líður vel en yfirtaka huga hennar þegar líðanin er verri.
Oft eru þetta minningar sem að skjóta upp kollinum, þar sem áfengi var haft við hönd, konan hefur sagt eitthvað í fljótfærni og fattaði löngu seinna hvað hún sagði, eða henni var bent á eitthvað sem hún sagði eða gerði á hlut annarrar manneskju. Konan hefur í flestöllum tilfellum viljað gjarnan snúa tímanum til baka og taka til baka það sem hún gerði eða sagði. En það reynist henni erfitt, því að margt af þessu fólki sem konunni finnst hún hafa gert illt er ekki hluti af lífi hennar lengur.
Konan er komin á þá niðurstöðu að leyfa þessum minningum að koma og tengja þær við „gamla“ lífið og skapa nýjar og góðar minningar í „nýja“ lífinu og flytja góðu og fallegu minningarnar með sér í það og skilja eftir minningarnar sem valda henni sársauka.
Ef til vill er það fáránlegt að biðjast afsökunar á einhverju sem er löngu liðið og í flestum tilfellum gleymt og grafið en til að friða sálina þarf konan að ákveða hvernig hún ætlar að nálgast þetta og með því að segja fyrirgefðu, ef hún hefur gert eitthvað á hlut þinn, verður að duga og ná yfir allar „syndir“ hennar. Fyrirgefðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband