Samskipti

Í dag veltir konan fyrir sér ýmsum hlutum. Sem dæmi má nefna af hverju henni finnst hún örugg í samskiptum við fólk sem hún hefur kynnst á meðan náminu hefur staðið en hins vegar óörugg í samskiptum við fólk sem hún hefur umgengist frá blautu barnsbeini. Konan veltir fyrir sér hvort að fyrstu kynni skipti miklu máli og tilfinningar sem hafa komið upp í samskiptum eða líðan sem hefur átt sér stað á því tímabili gæti haft áhrif á öryggi hennar í ýmsum samskiptum á lífsleiðinni.
Til að skýra þetta betur þá væri hægt að segja að ef að einstaklingur sem hefur lágt sjálfsmat hittir einhvern sem er sjálfsöruggur og ef til vill stjórnsamur þá gæti einstaklingnum fundist sá aðili vera ógnandi og það eru fyrstu áhrifin sem einstaklingurinn fær af þessum aðila. Ekki það að sá sjálfsöruggi hafi ætlað að vera ógnandi eða stjórnsamur og gerir sér líklega enga grein fyrir því að sá sem er með lélegt sjálfsmat verði fyrir þessum áhrifum.
Konan hefur verið hrædd við fólk næstum allt sitt líf og finnst það því með ólíkindum hvað henni líður vel með fólki sem hún þekkti ekki fyrir fimm árum síðan. Konan finnur líka að hún er mun öruggari með sig í samskiptum við fólkið í umhverfi hennar, jafnvel þó hún verði að halda uppi samræðum við fólk, þá líður henni ekki illa því að nú hefur hún trú á því að hún hefur jafnmikið vægi og aðrir í samskiptunum.
Það er einnig mikilvægt fyrir konuna að vita að það er hún sem setur mörkin í samskiptum við aðra, hún getur dregið sig úr samskiptum ef henni ofbýður eða hún hafi hreinlega ekki áhuga á að eiga samskipti við einhvern.
Í dag segir konan NEI, ef hún vill ekki taka þátt í einhverju, hún segir JÁ ef að það er eitthvað sem vekur áhuga hennar eða að hún veit að hún hafi gott af því, jafnvel þótt að það geti reynt á, hvort sem er líkamlega eða andlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband