Þakklæti

konan er í útlöndum (þetta er ekki grobb) og hefur verið að hugsa um fyrri utanlandsferðir. Konan hefur misvel náð að njóta ferðanna vegna dapurlegs álits á sjálfri sér.

Konan þorði aldrei að prófa neitt, hún fylgdi bara straumnum, konan var alltaf á varðbergi gagnvart þeim heimskulegu hugmyndum sem hún gæti mögulega fengið og þannig ollið óþægindum fyrir aðra. Konan hugsar líka um ferðir þar sem hún gætti ekki orða sinna og var særandi en konan var svo föst í eigin sjálfsniðurrifi að hún áttaði sig ekki á framkomunni fyrr en löngu síðar og er enn að kveljast vegna þessara ummæla sem hún hefur látið falla þó að það megi hér um bil bóka það að það þeir sem urðu fyrir þessu ofbeldi séu búin að gleyma þessu.

Núna er allt annað upp á teningnum hún  skemmtir sér og er alls ekki upptekin af sjálfri sér og hætt að miða sig við aðra hvað varðar útlit og framkomu.

Konan er í félagsskap fólks sem tekur henni eins og hún er og vill ekki hafa hana neitt öðruvísi, þannig getur konan slakað á og púkakvikíndið er hvergi nálægt. Henni þykir gríðarlega vænt um fólkið og er full þakklætis yfir því að eiga þau að.

Konunni líður vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband