samviskubitið eilífa

konan þáist af krónísku samviskubiti:

að vera með þunglyndi,

að vera kvíðin,

að vera of feit,

að borða of mikið,

að vera ekki nógu dugleg,

að vera erfið  og slæm móðir

að vera ekki nógu góð eiginkona,

að sinna mömmu sinni ekki nógu vel,

að sinna ömmu sinni ekki nógu vel,

að hringja ekki í allar frænkurnar,

að halda ekki nógu miklu sambandi við vinina,

að nenna ekki að þrífa bílinn,

að vera með vefjagigt

að vera ekki nógu skilningsrík

að vera of ákveðin

að vera ekki nógu ákveðin 

að segja nei

að segja ekki nei 

að þurfa á verkjalyfjum að halda

að þurfa á geðlyfjum að halda

að hreyfa sig ekki nóg 

að vera ekki nógu fagleg

að gefa of mikið af sér

að gefa ekki nógu mikið af sér

að segja já

að segja ekki já 

Þetta er allt sem hún hefur samviskubit yfir svona í núinu en hún hefur sko miklu meira samviskubit yfir fortíðinni:

að hafa drukkið of mikið áfengi,

að hafa sofið hjá of mörgum strákum,

að hafa logið einhvern tíman að einhverjum,

að hafa sagt eitthvað misgáfulegt,

að hafa ekki  valið alltaf réttu leiðina

að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi

Oftast nær er samviskubit vita gagnlaust og gerir engum gott, en samviskubit getur nagað sálina í tugi ára þannig að úr blæðir. Samviskubit dregur mikið úr lífsgæðum og lífshamingju fólks og það væri óskandi að það væri hægt að fara í samviskubitsafnám, þá yrði lífið svo miklu einfaldara fyrir alla. Konan ákvað að setja saman þennan pistil þó að hún sé með samviskubit yfir því og ef til vill losnar eitthvað um samviskubitslista hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir pistilinn og lærdóminn að bit samviskunnar gerir engum gott. Vagg og velta í ólgusjó skilar manni víst ekki áleiðis til strandar. Gera sitt besta í núinu og sýna samhyggð hljómar það ekki vel sem uppskrift af ánægðri konu.

Knús og kossar.

Þóra Kristín

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband