Kvíðinn..........

Nú er konan gagntekin af kvíða, sem er dáldið fyndið miðað við fyrri blogg hennar. Þetta er gríðarlega óþægilegt og konan tekur eftir því hversu mikla hnekki sjálfsálitið hennar fær. Hún er ömurleg eiginkona, móðir, starfskraftur og vegna þess að hún slátraði heilu súkkulaðistykki og lakkríspoka með hefur hún enga sjálfsstjórn og lífstíllinn er komin í rusl vegna þess.

EN er það svo? Hefur eitthvað breyst síðan á mánudaginn? Er konan kannski andsetin af kvíðapúkanum og á aldrei aldrei eftir að ná sér aftur? Nei, þetta er tímabil sem líður hjá, konan verður að hugsa að hlutirnir verði betri á morgun, ennþá betri hinn og þannig áfram. Lífið hennar snýst ekki um kvíðann, heldur að horfa framhjá honum og hunsa hann svo að hann minnki eins og púkinn á fjósbitanum í denn.

Málið er að standa upp aftur og halda áfram þar sem frá var horfið, borða holla matinn, fara í hreyfinguna og almennt að koma sér áfram. Þegar konan skrifar þetta situr púkinn á öxl hennar og bölsótast yfir hverju jákvæði orði; þú átt aldrei eftir að vera laus við kvíðann, hvaða hroki er þetta í þér, þú ert búin að eyðileggja lífstílsbreytinguna þína og þú gerir ekkert gagn og til hvers ertu að reyna þetta eiginlega? Einhverstaðar í kolli konunnar er lítil rödd sem hvíslar í fyrstu en hækkar róminn; þú hefur sigrast á verra og þú munt sigrast á þessu einnig. Því að konan er sterk og lætur þetta ekki breyta neinu. Því að hún er sama manneskjan og áður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband