Gleðilegt ár!

 

 Árið 2014 er hafið og hugsar konan til liðins árs og minnist þess hversu lánsöm hún er, allt hefur gengið henni í hag og allt orðið á hinn besta veg. En það skiptast á skin og skúrir eins og gengur en í stað þess að velta sér upp úr því sem hefur verið "skúramegin" velur konan að læra af skúrunum og ylja sér við það sem hefur komið konunni til að skína. Í rauninni er allt val, maður getur valið að finnast lífið erfitt og vont eða maður getur reynt að gera það besta úr aðstæðunum hverju sinni. Þetta er auðvelt að segja fyrir konu sem hefur allt, hugsa sumir. Konan hefur fengið sinn skerf af erfiðleikum og þetta er það sem stendur eftir, hún hefur getað valið að vera óhamingjusöm, finnast aðrir hafa það miklu betra og gleðjast ekki yfir láni annarra einstaklinga. EN hvaða líf er það? Það er  hægt að velja það að vera hamingjusamur, að gleðjast yfir velgengni annarra, að ákveða að lifa lífinu lifandi. Að vera í samvistum við fjölskylduna, vinina, samstarfsfólkið hefur gefið konunni dýrmætustu stundirnar á liðnu ár en ekki að fara til útlanda, fara í leikhús eða hvað sem er, það væri ansi innantómt ef að konan hefði ekki fólkið sitt til að njóta þess.

Konan óskar þess að hún beri gæfu til að lifa lífinu í faðmi fjölskyldunnar, njóta samvista með öllu því frábæra fólki sem hún hefur kynnst  í gegnum árin og geti haldið áfram að skipta máli í starfi sínu. Og síðast en ekki síst að hún geti tekist á við þær áskoranir sem að lífið færir henni með styrk og elju og sigrast á hindrunum sem á vegi hennar verða.

Gleðilegt ár kæru vinir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Kona á fimmtugsaldri, nýútskrifaður Iðjuþjálfi með brennandi áhuga á öllu sem lýtur að geðheilsu.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband